Bubbi Morthens hélt tónleika í Hörpu þar sem hann lék lög plöturnar Kona og Sögur af landi í heild sinni í fyrsta sinn með hljómsveit. Næstu árin ætlar hann að halda tónleika á síðasta vetrardag og flytja tvær plötur með hljómsveit. Á næsta ári er röðin komin að Frelsi til sölu og Dögun.
„Bravó Bubbi, helvíti var þetta vel gert“
Bubbi segir ánægjulegt að rifja plöturnar upp. „Þetta er áskorun en þetta er líka rosalega gaman að nálgast efnið aftur og ekki fikta í því heldur bara spila það eins og það er á plötunum. Að koma að þessum plötum eftir öll þessi ár, byrja að spila ... ég segi bara Bravó Bubbi, helvíti var þetta vel gert.“