Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Brýtur samskiptavefur lög?

21.11.2011 - 18:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Hugsanlegt er að starfsemi vefjarins Betri Reykjavík brjóti gegn lögum persónuvernd, að mati Hauks Arnþórssonar, doktors í stjórnsýslufræðum. Þar fara fram vefkosningar þar sem fólk getur skráð sig fylgjandi tilteknu máli eða á móti því.

Þetta skapar möguleika á nákvæmum skráningum á stjórnmálaskoðunum fólks, segir Haukur.

„Það er mín skoðun að þetta sé siðlaust og þeir séu hugsanlega að brjóta lög með þessu, að skrá stjórnmálaskoðanir almennings. Í þessu tilviki geta allir lesið hver kýs hvað og skráð það hjá sér þannig að stjórnmálaflokkarnir gætu eftir atvikum skráð hjá sér þessa nákvæmu skráningu á skoðunum unga fólksins sem þarna er, og hins vegar eru það eigendur vefjarins sem eiga þessar upplýsingar varanlega.“