Bryndís hættir í stjórn Lífeyrissjóðs VR

06.09.2013 - 11:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Bryndís Hlöðversdóttir er hætt störfum sem formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Hún hefur verið ráðin sem starfsmannastjóri Landspítalans.

Ný stjórn lífeyrissjóðsins var kosin í lok apríl á þessu ári, en nú hafa tveir stjórnarmanna látið af störfum, Bryndís og Elmar Hallgríms Hallgrímsson, sem fór til starfa hjá Samkeppniseftirlitinu. Þetta kom fram í Fréttablaðinu í dag.