Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Bryndís á eftir Bjarna í Suðvesturkjördæmi

Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó bs.
 Mynd: RÚV/Kastljós
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti í kvöld að færa Bryndísi Haraldsdóttur í annað sæti listans í kjördæminu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, leiðir listann.

Mbl.is greinir frá þessu. Við þetta færðust þrír niður um eitt sæti. Jón Gunnarsson varð annar í prófkjöri flokksins en verður nú í þriðja sæti, Óli Björn Kárason fer niður í fjórða og Vilhjálmur Bjarnason í fimmta sæti. Karen Elísabet Halldórsdóttir skipar sjötta sætið áfram.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV