Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Bryan Ferry í Hörpu 2012

Mynd með færslu
 Mynd: Bryan Ferry

Bryan Ferry í Hörpu 2012

24.03.2016 - 22:27

Höfundar

Í Konsert kvöldsins rifjum við upp frábæra tónleika með Bryan Ferry og hljómsveit sem fóru fram í Eldborg í Hörpu fyrir fyrir bráðum fjórum árum.

Ferry lenti á Íslandi um miðjan dag, laugardagin 26. Maí 2012, daginn sem Júróvision fór fram það árið. Honum var ekið beina leið í boð á Bessastaði og söng svo í Eldborg í Hörpu daginn eftir, sunnudagskvöldið 27. maí og mánudagskvöldið 28. voru aukatónleikar. hann kom ásamt sinni frábæru hljómsveit sem túraði með honum um heiminn árið 2011 þegar hann var að fylgja eftir nýjustu plötunni sinni þá sem heitir Olympia og 13. sólóplatan hans.

Tónleikarnir hér heima voru haldnir í tengslum við Listahátíð og mörkuðu líka upphafið að alþjóðlegum Mandela dögum, Mandela Days Reykjavik. Það voru fyrirhugaðir fleiri tónleikar hérlendis í kjölfarið - til vitundarvakningar og stuðnings mannúðarsjónarmiðum Mandela eins og sagði í fréttatilkynningu, en lítið hefur reyndar gerst því miður. Mandela Days Reykjavik átti að halda í samvinnu við Nelson Mandela Foundation en Mandela lést svo í desember 2013.

Síðan 2012 er Ferry búinn að senda frá sér tvær plötur; The Jazz age 2012 og svo Avonmore í nóvember 2015. Nú er hann er á leiðinni aftur í Eldborg, er með tónleika 16. Maí.

Rás 2 hljóðritaði tónleikana 2012 og þeir hljóma í þættinum Konsert á skírdagskvöld kl. 22.05 og til miðnættis. Umsjónarmaður ræddi við Ferry á Bessastöðum og hluti af því viðtali er í þættinum líka.

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Tengdar fréttir

Popptónlist

Meira helvíti - meiri blús!

Popptónlist

Folk og blús í Reykjavík

Popptónlist

Tekið ofan fyrir Bergþóru

Popptónlist

Bubbi 23 og 32 ára í útvarpinu