Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Brotið gler

23.01.2015 - 10:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Bjarni Lárus Hall er flytjandi lagsins Brotið gler ásamt hljómsveit sinni Jeff Who?. Flytjendur ásamt Bjarna eru þau Fríða Dís Guðmundsdóttir sem er bakrödd, Valdimar Kristjónsson á hljómborð, Ásgeir Valur Flosason á gítar, Hallgrímur Jón Hallgrímsson á trommur og Elís Pétursson á bassa.

Flytjandi og höfundur lags og texta:

Fullt nafn: Bjarni Lárus Hall

Aldur: 35 ára

Fyrri störf í tónlist: Stofnandi, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Jeff Who?

Hver er forsaga lagsins: Við Axel byrjuðum að vinna saman að nokkrum lögum 2009 eftir að hafa átt gott samstarf við gerð seinni plötu Jeff who? Við ákváðum svo seinni part 2014 að klára allavega eitt lag. Við vorum mjög ánægðir með útkomuna en vissum ekki hvað við áttum að gera við það þannig að við ákváðum að senda það í Eurovision þegar við sáum það auglýst.  Þannig að lagið var ekki samið sérstaklega fyrir Söngvakeppnina.  

Höfundur lags og texta:

Fullt nafn: Axel „Flex“ Árnason

Aldur: 35 ára

Fyrri störf í tónlistinni og bara yfir höfuð (þarf ekki að vera langt): Hef starfað við ýmis konar hljóðvinnslu, hljóðversrekstur og upptökustjórn síðan um aldamót ásamt því að leika í hinum og þessum hljómsveitum.

Hver er forsaga lagsins: Lagið var samið fyrir nokkrum árum þegar við vorum saman í hljómsveitinni Jeff Who. Það kom aldrei út og var aldrei klárað. Okkur fannst lagið alltof gott til að deyja ofan í skúffu þannig að við kláruðum að vinna það og skelltum því inn í keppnina.

Var lagið samið fyrir Eurovision/Söngvakeppnina: Nei

 

Brotið gler

Ég kasta í þig erfiðum spurningum

Við höldum áfram faðmandi brotið gler

En ljósið dofnar, blár og marinn

Ástríðan svo löngu farin

 

Á meðan flóra lífsins sefur

Þéttist ólguvefur

Borgin leikur undir

Eftirsjáin engin

 

Í dimmu skoti geymi ég gullin þín

Þú gleymdir þeim, í partíi klukkan sjö

En lífið hörfar, lurkum laminn

Ástríðan svo löngu farin

 

Á meðan flóra lífsins sefur

Þéttist ólguvefur

Borgin leikur undir

Eftirsjáin engin

 

Á meðan flóra lífsins sefur

Þéttist ólguvefur

Borgin leikur undir

Eftirsjáin engin

 

Um leið og sektarkenndin hverfur

Breytist allt og verður

Alveg eins og áður

Gráleitur og snjáður