Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Brotalamir hjá Útlendingastofnun

04.04.2011 - 20:48
Mynd með færslu
 Mynd:
Margar brotalamir eru í því hvernig Útlendingastofnun tekur á málum. Þetta segir innanríkisráðherra sem ætlar að láta endurskoða það regluverk sem um þetta gildir.

Prianka Thaba er 22ja ára stúlka frá Nepal. Hún fluttist hingað fyrir ári og vill nú hvergi annars staðar vera. Á dögunum fékk hún hins vegar þau svör frá Útlendingastofnun að hún verði að fara. Prianka fær ekki dvalarleyfi af mannúðarástæðum, jafnvel þótt hennar bíði nauðungarhjónaband með bláókunnum fertugum manni í Nepal.


Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að ef eigi að senda einhvern frá Íslandi inn í slík örlög, muni hann aldrei taka þátt í slíku. Hann segist trúa því að mál Priönku verði skoðað að nýju hjá Útlendingastofnun


Útlendingastofnun heyrir undir Ögmund og til hans má kæra úrskurði hennar. Ögmundur hefur sest yfir málið með stofnuninni og segir að menn hafi orðið sammála um markmið og hvað þurfi að gerast til að þau náist betur. Ýmsar brotalamir séu í þessu kerfi sem verði að laga. Það sem þurfi að breytast sé regluverkið og stefnan og á því sé ætlunin að taka.