Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Brjóstsykur gegn einelti

19.07.2012 - 22:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Brjóstsykursgerð, bátaskúlptúr og litrík skilti mátti sjá í Háteigskirkju í dag. Þar voru samankomnir 60 unglingar frá Íslandi og Þýskalandi til að vinna gegn einelti.

Unglingarnir ætla að ganga niður Laugaveginn á morgun klukkan fimm til að mótmælta einelti. Í göngunni ætla þau að bjóða upp á heimagerðan brjóstsykur sem var búinn til í dag á meðan aðrir bjuggu til skilti og enn aðrir heilan bát.

Unglingarnir eru allir á aldrinum 15-18 ára og tilheyra kristnum söfnuðum í löndunum tveimur. Þeim datt sjálfum í hug að ræða um einelti og hafa síðustu daga skilgreint hugtakið og rætt það fram og til baka í Háteigskirkju.