Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Bretland: Barnaníðingur í ævilangt fangelsi

06.06.2016 - 11:12
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Dómstóll í Lundúnum dæmdi í dag breska barnaníðinginn Richard Huckle í 22 lífstíðardóma fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot gegn um 200 börnum í Malasíu. Huckle þarf að afpána að minnsta kosti 25 ár í fangelsi. Hann var dæmdur fyrir 71 brot gegn börnum á aldrinum sex mánaða til tólf ára.

Brotin framdi Richard Huckle á níu ára tímabili. Honum tókst í gervi enskukennara og sjálfboðaliða í kristnum söfnuði í Kuala Lumpur að komast í tæri við börn frá fátækum fjölskyldum. Hann setti myndir af ofbeldisverkum sínum á vef barnaníðinga á netinu, þar sem hann reyndi að hagnast á glæpum sínum.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV