Kitty Empire, gagnrýnandi Guardian, gefur plötunni þrjár stjörnur. Hún rifjar upp að platan hafi selst eins og heitar lummur á Íslandi og fullyrðir að tíundi hver Íslendingur eigi eintak af henni.
Hún segir plötuna vera ánægjulega og lýsir henni sem kurteisri - telur líklegt að símafyrirtæki vilji nýta sér lagasmíðar Ásgeirs fyrir auglýsingar.
Gagnrýnandi Independent er öllu hrifnari - gefur plötunni fjórar stjörnur og lýsir henni náttúruundri. Hann hrósar sérstaklega enskum textum Johns Grants sem honum finnst hæfa Ásgeiri Trausta mjög vel.