Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Brennur menga mikið

28.12.2011 - 19:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Áætlað er að áramótabrennur valdi nærri helmingi allrar díoxín-mengunar á Íslandi. Umhverfisstofnun ætlar að mæla nákvæmlega hversu mikið ein brenna losar af efninu. Sérfræðingur þar segir koma til greina að fækka brennum.

Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum, hjá Umhverfisstofnun, segir að á hverju ári sé heildarlosun díoxíns metin. Heildarlosun díoxíns ár ári stafi frá brennum. Þetta sé gróft mat en nú sé verið að vigta hvert hlass sem fari á brennuna á Geirsnefi og mæla þvermál og hæð brennunnar. Niðurstöðurnar verði svo mælikvarði fyrir allar brennur í landinu. 

Allur iðnaður, samgöngur og sorpbrennsla mengar aðeins örlítið meira á heilu ári en áramótabrennurnar gera á einu kvöldi.  Þorsteinn segir að í ljósi þeirra krafna sem gerðar eru til fyrirtækjanna um kaup á dýrum mengunarvarnabúnaði hljóti menn að þurfa að skoða takmarkanir á áramótabrennum. Siðurinn sé skemmtilegur og kannski ekki vinsælt að banna hann en hugsanlega mætti fækka brennunum.