Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Breikkun Vesturlandsvegar í umhverfismat

14.06.2019 - 05:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes á að fara í umhverfismat, samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því fyrr í vikunni. Morgunblaðið greinir frá þessu. Haft er eftir Guðna Ársæli Indriðasyni, formanni Íbúasamtaka Kjalarness, að gera megi ráð fyrir að framkvæmdir tefjist að minnsta kosti um ár til viðbótar vegna þessa.

Guðni segir þetta afleitar fréttir, enda hafi framkvæmdin þegar dregist í um áratug og nánast allir afleggjarar á Kjalarnesi tengist beint inn á Vesturlandsveginn. Því sé það ekki síst spurning um öryggi að bæta og breikka veginn. Haft er eftir G. Pétri Matthíassyni, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, að þar á bæ sé verið að fara yfir úrskurðinn og að reynt verði að takmarka tafir á verkinu vegna hans eins og kostur er.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV