Breikdansaði með Ólafi Elíassyni

Mynd: RÚV / RÚV

Breikdansaði með Ólafi Elíassyni

11.10.2019 - 15:02

Höfundar

Mikið breikdansæði reið yfir Ísland á níunda áratugnum og þar voru fremstir meðal jafningja félagarnir Einar Snorri og Eiður Snorri sem áttu síðar eftir að leggja fyrir sig kvikmyndagerð og stofna framleiðslufyrirtækið Snorri Bros.

„Ég hef aldrei hætt í rauninni,“ segir Einar Snorri sem er einn viðmælanda í næsta þætti Sporsins sem er á dagskrá RÚV á laugardagskvöld. „Maður hélt áfram alltaf að breika. Svo fluttum við til New York og þá fórum við upp í Bronx og heimsóttum Rock Steady Crew.“

Einn dansari er honum þó minnisstæðari en aðrir. „Við vorum niður á torgi að dansa með búmboxið okkar. Þá kemur einhver náungi sem fannst þetta mjög áhugavert og dansaði aðeins með okkur.“ Þeir hafi boðið manninum heim til Einars sem var með æfingapláss í kjallaranum og þar hafi þeir hafst við breikdansæfingar fram eftir degi. „Hann talaði með smá hreim, og sagðist vera frá Kaupmannahöfn. Svo teiknaði hann rosalega flott graffiti. Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum síðan þegar ég var að vinna með Ólafi Elíassyni að það kom í ljós að hann var þessi breikari.“

Í öðrum þætti Sporsins fer Guðrún Sóley í saumana á stærstu dansæðunum sem hafa dunið á Íslandi og það verður meðal annars stigið tvist, diskó, rokk og breik. Þá rifja goðsagnir eins og Sæmi Rokk, Freestyle-Elma Lísa og Stefán Baxter upp gamla takta. Hægt er að horfa á fyrsta þáttinn í Spilaranum.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Tárast enn yfir lokaatriðinu

Dans

Dansást – vinsælustu dansmyndirnar sýndar

Dans

„Íslendingar dansa ekki eftir takti“

Dans

Dáleiðandi kvöldstund með Dansflokknum