Bregðast við loftslagsbreytingum á Svalbarða

27.12.2019 - 19:48
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot úr myndbandi EBU
Íbúar á Svalbarða horfa nú til umhverfisvænna lausna til að bregðast við lofstlagsbreytingum. Þeir fara nú um með ferðamenn á rafknúnum vélsleðum og vilja setja upp sólarrafhlöður og vindmyllur. Svalbarði er nyrsta byggða ból jarðar og þar hefur meðalhitinn hækkað níu ár í röð.

„Tæknin er hér og það þarf að taka hana í notkun. Og það fellur vel að áherslum skipafélagsins Hurtigruten um sjálfbærni og umhverfisvænni ferðamennsku,“ segir Tore Hoem.

Therese Pedersen, veðurfræðingur, segir að hitastigið á Svalbarða hafi hækkað um 5,6 gráður á selsíus að jafnaði. „Í samanburði hefur það hækkað um tvær gráður í Ósló og 0,9 gráður á veraldarvísu. Við vitum ekki um neinn stað þar sem það hefur hækkað svo ört,“ segir hún.

Og það er fleira í bígerð í baráttunni við loftslagsbreytingar á Svalbarða. „Við höfum hugsað okkur að gera eitthvað í málunum. Svo að á þakinu verða sólarrafhlöður það gagnast ekki nú í myrkrinu en í ofanálag stendur til að reiðsa hæfilega stóra vindmyllu,“ segir Hoem hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Hurtigruten Cruise Svalbard.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi