Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Breaking Bad á hvíta tjaldið

This image released by AMC shows Bryan Cranston as Walter White, left, and Aaron Paul as Jesse Pinkman in a scene from "Breaking Bad."  he program was nominated for an Emmy Award for outstanding drama series on, Thursday July 18, 2013.  Paul was
 Mynd: AMC

Breaking Bad á hvíta tjaldið

25.08.2019 - 01:20

Höfundar

Streymisveitan Netflix ætlar að gefa út kvikmynd sem byggð verður á þáttaröðinni Breaking bad sem sýnd var við góðan orðstír til ársins 2013 þegar lokasería þáttanna var sýnd. Sögusvið myndarinnar mun snúast fyrst og fremst um afdrif Jesse Pinkman, sem var ein af aðalpersónum seríunnar.

Kvikmyndin verður frumsýnd í október á streymisveitunni Netflix.  Söguþráðurinn verður spunnin að því hvað tók við hjá Jesse eftir að samstarfi hans og Walter White lauk með dramatískum hætti í þáttunum. Breaking Bad segja frá efnafræðikennaranum Walter White, sem leikinn er af Bryan Cranson, sem margir þekkja úr hlutverki föðurins í gamanþáttunum Malcolm in the Middle. Fjárhagurinn hangir á bláþræði og Walter virðist hafa misst neistann. Hann er heldur staðnaður í starfi og frekar ófullnægður í lífinu. Í upphafi sögu greinist Walter með ólæknandi lungnakrabbamein og sér fram á að þurfa að greiða fyrir afskaplega dýra lyfjameðferð, og setur það af stað hina epísku atburðarás sem þættirnir eru frægir fyrir.

Hinar hörmulegu aðstæður leiða hann í raun saman við sitt innra sjálf, og leitar hann óhefðbundinna og ólöglegra leiða í eiturlyfjaheiminum til þess að fjármagna lyfjameðferð auk þess að tryggja fjárhagslega framtíð fjölskyldunnar. 

Breaking Bad eru bæði flugbeitt ádeila á bandaríska samfélagsgerð nútímans, auk þess sem þeir vísa ítrekað í heimsbókmenntir og vísindasögu. Þáttunum tókst einnig að snúa speglinum að áhorfandanum sjálfum þar sem hann er hálfpartinn neyddur til þess að taka afstöðu í erfiðum málum sem snúa að siðferði og lagabókstaf.

Gerðar voru dótturþætti um lögfræðinginn siðlausa Saul Goodman árið 2015 og eru seríur þeirra þátta orðnar fjórar talsins.