Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Bragi Valdimar - Maiden og Some Girls

Bragi Valdimar - Maiden og Some Girls

28.12.2018 - 17:53

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur með meiru.

Bragi mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína um kl. 21.00. Platan er með Iron Maiden

Plata þáttarins er plata 14ánda hljóðversplata Rolling Stones ef við miðum við breskar útgáfur. Platan Some Girls sem kom út fyrir 40 árum eða árið 1978.

Og þennan dag árið 1978 var hún valin plata ársins hjá tímaritinu Rolling Stone.

Umslag plötunnar er skemmtilegt og sýnir myndir af meðlimum Rolling Stones í dragi, málaðir eins og konur, í bland við myndir af hinum og þessum þekktum konum. En umslagið kom þeim í vandræði vegna þess að Lucille Ball, Farrah Fawcett, Liza Minnelli (fyrir hönd móður sinnar Judy Garland), Raquel Welch, og dánarbú Marilyn Monroe hótuðu lögsókn.

Platan náði toppsæti Bandaríska vinsældalistans þegar hún kom út og er mest selda plata Rolling Stones í Ameríku þar sem selst hafa meira en 6 milljónir eintaka.

Platan fékk líka góða dóma og er eina plata Rolling Stones sem hefur verið tilnefnd til Grammy verðlauna í flokknum plata ársins. Margir gagnrýnendur töluðu um að Some Girls væri besta plata Stones síðan Exile on Main street 1972.

Við heyrum 3 eða jafnvel 4 lög af Some Girls í þættinum.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með The Cure.         

Lagalisti þáttarins:
Baggalútur - JólaJólaSveinn
Rolling Stones - When the whip comes down (plata þáttarins)
Oasis - Slide away
Supergrass - Lenny
Motörhead - Ace of spades
The Hellacopters - By the grace of God
Franz Ferdinand - Take me out
The Yardbirds - For your love
Backyard Babies - Minus Celsius
SÍMATÍMI 
CCR - Fortunate son (óskalag)
Metallica - Whiskey in the jar (óskalag)
Rolling Stones - Lies (plata þáttarins)
Bruce Springsteen - Dancing in the dark
Lights on the Highway - Miles behind us 
Nirvana - Smells like teen spirit (óskalag)
Pink Floyd - Time
Rainbow - Street of dreams (óskalag)
Rolling Stones - Before they make me run (plata þáttarins)
GESTUR FÜZZ - BRAGI VALDIMAR SKÚLASON
Baggalútur - Gleðileg jól
BRAGI VALDIMAR II
Iron Maiden - The Trooper
BRAGI VALDIMAR III
Iron Maiden - Flight of Icarus
David Bowie - Suffragette City
Utangarðsmenn - Þór (óskalag)
Guns´n Roses - Live and let die (óskalag)
Big Star - September gurls
Rolling Stones - Respectable (plata þáttarins)
UFO - Doctor doctor

Tengdar fréttir

Tónlist

Fríða Ísberg - AC/DC - jólarokk og Zappa

Tónlist

Harmonikka og Led Zeppelin

Tónlist

Eiríkur Örn - Beatles og Þeyr

Tónlist

The Who - Þrumuvagninn ofl.