Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bowie á Glastonbury 2000

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Bowie á Glastonbury 2000

21.11.2019 - 15:07

Höfundar

Í Konsert vikunnar förum við á frábæra tónleika með engum öðrum en David Bowie. Við ætlum að hlusta á Bowie á Glastonbury Festival árið 2000, en hann var þar og þá eitt af aðal númerum hátíðarinnar.

David Bowie er auðvitað einn af risum rokksögunnar hvernig sem á það er litið. Hann fæddist í Brixton hverfinu í London 8. janúar 1947 og lifði það að verða 69 ára gamall. Lést svo tveimur dögum eftir 69 ára afmælið sitt í New York 2016 af völdum lifrar-krabbameins. Og á afmælisdaginn hans þá kom einmitt út ný plata; Black Star, - mögnuð plata sem fékk frábæra dóma. Black Star er 25. stúdíóplatan hans, hann gerði hana með Tony Visconti upptökustjóra sem hann gerði með margar af sínum þekktustu og bestu plötum á ferlinum.

Bowie er einn áhrifamesti tónlistarmaður popp og rokk-tónlistarsögunnar, þekktur fyrir að skipta endalaust um stefnur í tónlistinni, um útlit og háfgreiðslur. Það er eitt af því fjölmarga sem gerði Bowie magnaðan, maður vissi aldrei hvað kom næst, en alltaf gerði hann áhugaverða og skemmtilega hluti þó þeir væru mis-áhugaverðir. Hann átti góð tímabil og tímabil sem þóttu á sínum tíma, eða síðar ekki alveg eins spennandi.
En það er á hreinu að David Bowie gerði það sem honum datt í hug og hann hafði kjark til að breyta öllu sem hann langaði að breyta.
Þegar hann spilaði á Glastonbury árið 2000 var hann búinn að eiga enn eitt blómaskeiðið sem hóft þegar hann gerði plötuna Outside 1995, en hana gerði hann með gamla vini sínum Brian Eno. 1997 kom platan Eartling sem var undir áhrifum frá Drum?n Bass tónlist sem var mál málanna hjá mörgum á þessum tíma. Hægri hönd Bowie?s þar var gítarleikarinn Reeves Gabrels. Bowie var einmitt í þessum Drum?n Bass fasa þegar hann kom hingað til Íslands og hélt tónleika í Laugardalshöll sumarið áður, 1996. Það voru ekki allir jafn ánægðir með þá tónleika, mörgum fannst Bowie skrýtinn og hafa valið skrýtin lög til að spila auk þess sem hann var búinn að breyta öðrum lögum þannig að þau voru sum ill þekkjanleg þeim sem á hlýddu, en þannig var bara David Bowie.

Nýjasta platan hans þarna 2000 var Hours sem kom út 1999 og erlíkast til „hefðbundnasta“ platan af þessum þremur sem þá voru nýjastar, og aftur var Reeves Gabrels helsti samstarfsmaður Bowies. Og sumarið eftir, 2000, var Bowie eitt af aðalnúmerum Glastonbury festival sem er móðir tónlistarhátíðanna á Englandi og eiginlega í Evrópu allri, kannski í heiminum.