Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Börn Róhingja sögð týnd kynslóð án menntunar

23.08.2018 - 06:15
epa06198377 Rohingya refugees sit under trees in a forest during hot weather in Ukhiya, Cox's Bazar, Bangladesh, 11 September 2017. Rohingya refugees experience huge problems to find shelters as they stay on the streets, inside small forest and in
 Mynd: EPA
Börn Róhingja á flótta skortir menntun og þar með tiltekinn þroska. Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á þessu og segja að 380 þúsund börn Róhingja í flóttamannabúðum í Bangladess eigi á hættu að verða það sem samtökin kalla týnda kynslóð, án nokkurrar menntunar. 

Breska blaðið The Guardian greinir frá þessu. Formleg menntun flóttafólks er bönnuð í Bangladess, vegna þess að stjórnvöld telja að Róhingjar séu komnir til að vera. Meira en 700 þúsund Róhingjar hafa flúið yfir landamærin til Bangladess frá því að ofsóknir gegn færðust mjög í aukana fyrir ári síðan.

Boðið hefur verið upp á óformlegar kennslustundir fyrir þriggja til fjórtán ára börn í flóttamannabúðunum, en talsmaður Unicef segir að börnum sem eru komin á unglingsaldur líði eins og þeim sé ekki viðbjargandi. Hann staðhæfir að þessi kynslóð sé og verði týnd án menntunar.

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV