Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Boris Johnson vill taka við af Theresu May

16.05.2019 - 13:59
Erlent · Bretland · Brexit · Evrópa · Stjórnmál
epa07273539 Former British foreign secretary Boris Johnson delivers a speech at the Pendulum Summit in Dublin, Ireland, 10 January 2019. Over 7,000 people will be attending Pendulum Summit, a two-day event ranked as the World's Leading Business and Self-Empowerment Event.  EPA-EFE/AIDAN CRAWLEY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri í Lundúnum, staðfesti í dag að hann sækist eftir því að verða leiðtogi Íhaldsflokksins þegar Theresa May forsætisráðherra segir af sér. Fréttaskýrendur og aðrir stjórnmálamenn hafa raunar talið lengi að Johnson sæktist eftir leiðtogahlutverkinu. Hann staðfesti það á viðskiptaráðstefnu í Manchester.

Theresa May hefur enn ekkert viljað gefa upp um hvenær hún lætur af embætti forsætisráðherra. Hún kveðst fyrst vilja ljúka fyrsta áfanganum að Brexit, brotthvarfi Breta úr Evrópusambandinu.

Boris Johnson sagði í fyrra af sér embætti utanríkisráðherra vegna andstöðu við stefnu Theresu May í Brexit og hefur margoft gagnrýnt hana harðlega fyrir að taka ekki nógu snöfurmannlega á aðskilnaðinum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV