Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Borgarstjóri segir Panamaskjölin áfall

04.04.2016 - 13:35
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að tíðindi gærdagsins séu ákveðið áfall. Það sé vont að Reykjavíkurborg skuli dragast inn í mál sem tengjast Panama-skjölunum. Nöfn tveggja núverandi borgarfulltrúa, þeirra Júlíusar Vífils Ingvarssonar Sjálfstæðisflokki og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, Framsókn og flugvallavinum, er að finna í skjölunum.

„Þetta er auðvitað ákveðið áfall fyrir Ísland og fyrir orðspor. Og það er vont fyrir borgina að dragast inn í þessi mál með þessum hætti,“ segir Dagur.

Hver verða næstu skref hjá ykkur í borginni?

„Mér finnst mjög mikilvægt að þessir borgarfulltrúar og borgarstjórnarflokkar þeirra geri hreint fyrir sínum dyrum. Það hlýtur að vera grunnkrafan í svona málum.“

Verður þetta mál rætt í borgarstjórn eða borgarráði?

„Já það er óumflýjanlegt. En ég undirstrika að það að gera hreint fyrir sínum dyrum er alltaf fyrsta skrefið fram á við.“

Hvorki náðist í Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, né Júlíus Vífil Ingvarsson í morgun