Borgarlína á mannamáli

Mynd: Óðinn Jónsson / Morgunvaktin

Borgarlína á mannamáli

22.05.2018 - 08:30
Hvað þýðir það að setja Miklubraut í stokk? Og hvað er þessi Borgarlína nákvæmlega? Er það lestarkerfi eða sporvagnakerfi eða er það bara strætókerfi? Þessum spurningum svaraði Guðmunur Kristján Jónsson skiplagsfræðingur og hlaðvarpsþáttarstjórnandi.

Fyrst var það hugmyndin um Miklubraut í stokk, sem að þýðir í rauninni bara það að búa til  jarðgöng inni í miðri borginni. „Bílaumferðinni sem er núna öll ofanjarðar henni er bara beint í gegnum þennan stokk, og myndi þá bara vera ofan í honum og það yrði meira flæði ofanjarðar fyrir gangandi, hjólandi og væntanlega almenningssamgöngur,“ segir Guðmundur. 

Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV

Honum finnst líklegt að ef að Miklabrautarstokkurinn yrði að veruleika yrði það líklegast tengt hugmyndunum um Borgarlínu. Þetta eru þó ekki ódýrar framkvæmdir og alls ekki smávægilegar. Spurningin sem að við þurfum í raun að spyrja okkur er afhverju þurfum við í 200.000 manna borg að fara að eyða 20 milljörðum í einhvern stokk fyrir bílaumferð?

Mynd með færslu
 Mynd: SSH

Borgarlínan er svo í raun hugmynd að hágæða samgöngukerfi, hvort sem að það er á lestarteinum eða hjólum. Vagnarnir myndu vera í sérrými, eða sér akrein, og ekki háðir annari umferð. Þeir þurfa þar af leiðandi ekki að stoppa á rauðu ljósi eða tefjast í umferðarteppu og geta haldið sinni áætlun. Hugmyndin er að þú getir bara labbað inn á stoppistöð og að það séu á bilinu 5 til 10 mínútur í mesta lagi, ekki ósvipað lestakerfum sem að við þekkjum erlendis frá.

Guðmundur Kristján var gestur í Núllinu en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.