Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Borgarafundur um heilbrigðismál

Mynd: RÚV / RÚV
RÚV efndi í kvöld til borgarafundar um heilbrigðismál — málefnalegs umræðuvettvangs þar sem leitað var svara við spurningum almennings um heilbrigðiskerfið og framtíð þess.

Landspítalinn hefur verið mikið í umræðunni undanfarið en önnur mál verða til umræðu eins og heilsugæslan, hjúkrunarheimili, þjónusta á landsbyggðinni og áhrif fjölgunar ferðamanna á heilbrigðiskerfið.

Sérfróðir gestir svöruðu spurningum.  Þeir eru Birgir Jakobsson landlæknir, Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans, Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur og Hildigunnur Svavarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna sátu einnig fyrir svörum. Árni Páll Árnason Samfylkingunni, Óttar Proppe, Bjartri framtíð, Ásta Guðrún Helgadóttir Pírötum, Katrín Jakobsdóttir VG, Kristján Þór Júlíusson Sjálfstæðisflokki og fulltrúi frá Framsóknarflokknum.