Borga milljón til að sjá myrkvann úr þotu

17.03.2015 - 23:13
Mynd: Skjáskot / RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Hátt í 200 erlendir ferðamenn og vísindamenn eru nú staddir hér á landi til að fylgjast með sólmyrkvanum á föstudaginn - úr flugvél. Icelandair leigir út þrjár stórar þotur sem flýgur upp í gegn um skýjin á föstudagsmorgunn svo þau munu ekki hafa áhrif - ferðin er dýr - meira en milljón á mann.

Sólmyrkvaaðdáendurnir eru margir hverjir vísindamenn og koma flestir frá Norður-Ameríku. Þeir eru á einu máli um að hér verði um að ræða afar merkilegan viðburð.

Kári Jónasson, leiðsögumaður, segir að þeir ætli að vera þarna á ákveðinni mínútu, á ákveðinni sekúndu á ákveðnum stað til að sjá sólarmyrkvann alveg. „Það er einn hérna í hópnum sem eltir sólmyrkva út um allan heim,“ segir Kári. 

sunnav's picture
Sunna Valgerðardóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi