Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Bóksalar landsins velja sínar eftirlætis bækur

Mynd: RÚV / RÚV

Bóksalar landsins velja sínar eftirlætis bækur

16.12.2016 - 09:07

Höfundar

Jólin mættu að sönnu kallast hátíð bókanna, ekki síður en annarra. Fyrir þessi jól koma út hátt í 700 nýir titlar og því sannkölluð gósentíð fyrir bókaunnendur. Að venju velja bóksalar landsins sínar eftirlætis bækur.

Hringur Ásgeir Sigurðarson bóksali hjá Máli og menningu og Brynja Hjálmsdóttir frá Eymundssyni mættu í Kiljuna síðasta miðvikudagskvöld og tilkynntu Verðlaun bóksalanna fyrir árið 2016.

Það þykir ekki amalegt að fá stimpil um Verðlaun bóksala á sína bók rétt fyrir jólin, þar sem þeir vita kannski manna best hvaða bók kemur til með að rata upp úr pakkanum.