Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bók um Jón Baldvin slegið á frest

15.01.2019 - 17:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Bókaútgáfan Skrudda hefur ákveðið að fresta útgáfu bókar með greinum og ræðum við Jón Baldvin Hannibalsson og viðtölum við hann. Þetta staðfestir Steingrímur Steinþórsson, hjá Skruddu, við fréttastofu, en fréttavefurinn Eyjan sagði fyrst frá. 

Bókin átti að koma út í tilefni af áttræðisafmæli Jóns Baldvins í febrúar. Ástæðan fyrir þessari frestun er frásagnir kvenna sem hafa birst í fjölmiðlum undanfarið um ósæmilega hegðun Jóns Baldvins og áreitni gagnvart þeim. Elstu sögurnar eru um 30 ára gamlar en þær nýjustu árs gamlar.

„Það segir sig sjálft. Það þótti ekki fýsilegt að fara að gefa þetta út núna,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. Hann segir að ferlið við bókaútgáfuna hafi veirð komið á það stig að verið var að vinna nafnaskrá og fleira, en hún var ekki farin til prentunar.

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV