Boðar rannsókn á gróðureldunum

30.01.2020 - 08:15
epa08105455 New South Wales Premier Gladys Berejiklian speaks to the media during a press conference at the Rural Fire Service's (RFS) HQ in Sydney, Australia, 06 January 2020. According to media reports, at least 1,200 homes in Victoria and New South Wales have been destroyed by fires this season, at least 18 people have died, and more than 5.9 million hectares have been burnt.  EPA-EFE/BIANCA DE MARCHI AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Gladys Berejiklian, forsætisráðherra Nýja Suður-Wales. Mynd: EPA-EFE - AAP
Yfirvöld í fylkinu Nýja Suður-Wales í Ástralíu hafa boðað óháða rannsókn á gróðureldunum sem hafa valdið þar miklu tjóni undanfarna mánuði. 

Gladys Berejiklian, forsætisráðherra Nýja Suður-Wales, segir að gert sé ráð fyrir  að rannsóknin taki hálft ár, skoðað verði hvað hvernig eldarnir hafi kviknað, hvernig yfirvöld hafi verið undir þá búin og brugðist við þeim.

Rannsökuð verði hvaða áhrif loftslagsbreytingar, starfsemi mannsins og aðrir þættir hafi haft í heildarsamhenginu.

Tuttugu og fimm hafa farist í gróðureldum í Nýja suður-Wales undanfarna mánuði og þúsundir heimila hafa eyðilagst eða orðið fyrir skemmdum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi