Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Bobba Logn Greppsdóttir

18.06.2013 - 17:14
Mynd með færslu
 Mynd:
Mannanafnanefnd hefur í tvö skipti á þessu ári hafnað því að skrá nöfn í mannanafnaskrá. Það eru kvenmannsnafnið Lady og karlmannsnafnið Ofur.

Sextán kvenmannsnöfn hafa hinsvegar verið samþykkt sem eiginnöfn. Addú, Obba, Þollý, Kristý, kvenmannsnöfnin Myrk, Caritas, Rea, Valgerða, Minerva, Úlfey, Ófelía, Hanney, Bobba, Katharina og Elinborg.

Í mars samþykkti mannanafnanefnd að eiginnafnið Blær yrði fært í mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn, en áður hafði nefndin hafnað því. Fyrri úrskurðurinn var hinsvegar ógiltur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Segir á vef mannanafnanefndar að þessi niðurstaða haggi þó ekki stöðu nafnsins sem karlmannsnafns og því er Blær bæði karlmanns- og kvenmannsnafn. Nefndin hefur á árinu samþykkt átta karlmannsnöfn sem eiginnöfn, það eru Hugó, Kraki, Járngrímur, Greppur, Sigri, Holger, Vígberg og Alli. Þá hlaut millinafnið Logn náð fyrir augum mannanafnanefndar.