Sextán kvenmannsnöfn hafa hinsvegar verið samþykkt sem eiginnöfn. Addú, Obba, Þollý, Kristý, kvenmannsnöfnin Myrk, Caritas, Rea, Valgerða, Minerva, Úlfey, Ófelía, Hanney, Bobba, Katharina og Elinborg.
Í mars samþykkti mannanafnanefnd að eiginnafnið Blær yrði fært í mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn, en áður hafði nefndin hafnað því. Fyrri úrskurðurinn var hinsvegar ógiltur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Segir á vef mannanafnanefndar að þessi niðurstaða haggi þó ekki stöðu nafnsins sem karlmannsnafns og því er Blær bæði karlmanns- og kvenmannsnafn. Nefndin hefur á árinu samþykkt átta karlmannsnöfn sem eiginnöfn, það eru Hugó, Kraki, Járngrímur, Greppur, Sigri, Holger, Vígberg og Alli. Þá hlaut millinafnið Logn náð fyrir augum mannanafnanefndar.