Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Bob Hawke látinn

16.05.2019 - 11:29
epa07574905 (FILE) - Former Australian Prime Minister Bob Hawke speaks at the National Press Club during the book launch of Gareth Evans' memoir 'Incorrigible Optimist' in Canberra, Australian Capital Territory, Australia, 04 October 2017 (reissued 16 may 2019) Former prime minister and Australian Labor Party leader Bob Hawke has died on 16 May 2019 at the age of 89.  EPA-EFE/LUKAS COCH  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Bob Hawke. Mynd: EPA-EFE - AAP
Bob Hawke, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, lést í morgun 89 ára að aldri. Hawke var var leiðtogi ástralska Verkamannaflokksins á árunum 1983-1991 og var á sama tíma forsætisráðherra.

Hawke fór fyrir Verkamannaflokknum í fernum þingkosningum og sigraði í þeim öllum, 1983, 1984, 1987 og 1990. Enginn leiðtogi Verkamannaflokksins hefur gegnt embætti forsætisráðherra í Ástralíu lengur en hann.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV