Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Blóðug fangauppreisn í Paragvæ

epa01944141 Police members are on guard as prison workers (unseen) take part in a strike in front of a jail in Asuncion, Paraguay on 24 November 2009. Strike is to demand to the Government a 25 per cent wage rise and asking for effect of the 2008 labor contract.  EPA/ANDRES CRISTALDO
 Mynd: epa
Tíu fangar létu lífið og jafnmargir særðust í átökum tveggja glæpagengja í fangelsi í Paragvæ í gær. Juan Villamayor, innanríkisráðherra Paragvæ, sagði að slegið hefði í brýnu „milli tveggja illskeyttra glæpaflokka" í fangelsinu í San Pedro de Ycuamandiyu, um 400 kílómetra norður af höfuðborginni Asunción.

„Allir sem létust tilheyrðu eiturlyfjagengjunum," sagði ráðherrann. Í frétt AFP segir að annað glæpagengið eigi rætur sínar að rekja til Sao Paulo í Brasilíu, en hitt samanstandi af eiturlyfjasölum frá báðum löndum. Uppþotið byrjaði um hádegisbil að staðartíma og stóð yfir í um þrjár klukkustundir. Fimm hinna myrtu voru hálshöggnir og þrír brenndir til bana, að sögn Villemayors.

40 létu lífið í fangauppreisn í brasilísku fangelsi í síðasta mánuði og hundruð hafa týnt lífinu í svipuðum átökum í suður-amerískum fangelsum það sem af er ári, flestir í Brasilíu. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV