Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Blöðin komi áfram út

26.07.2015 - 10:23
Mynd með færslu
 Mynd: Akureyri vikublað
Ekki stendur til að hætta útgáfu þeirra ellefu blaða sem útgáfufélagið Fótspor hefur gefið út. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Birni Inga Hrafnssyni, stjórnarformanni og útgefanda Vefpressunnar, sem keypt hefur útgáfuréttinn að blöðunum.

Meðal blaðanna eru Reykjavík vikublað, Akureyri vikublað og blöðin Hafnarfjörður, Kópavogur og Vestfirðir. Vefpressan á fyrir DV og vefmiðluna Pressuna, Eyjuna og Bleikt.

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV