Ekki stendur til að hætta útgáfu þeirra ellefu blaða sem útgáfufélagið Fótspor hefur gefið út. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Birni Inga Hrafnssyni, stjórnarformanni og útgefanda Vefpressunnar, sem keypt hefur útgáfuréttinn að blöðunum.
Meðal blaðanna eru Reykjavík vikublað, Akureyri vikublað og blöðin Hafnarfjörður, Kópavogur og Vestfirðir. Vefpressan á fyrir DV og vefmiðluna Pressuna, Eyjuna og Bleikt.