Blíðviðri í Suður-Evrópu veldur loftmengun

16.01.2020 - 14:25
epa08110575 Smog hangs over the Duomo square in Milan, Italy, 07 January 2020. The Region of Lombardy has confirmed the stopping for the most polluting cars including standards of euro 4 due to the 10 consecutive days of microparticle levels of over 50 micrograms per cubic metre.  EPA-EFE/MATTEO CORNER
Mengunin í Mílanó er slík að vart sést í dómkirkju borgarinnar. Mynd: EPA-EFE - ANSA
Þurrviðri í Suður-Evrópu með sólskini og logni veldur slíkri loftmengun að umferð dísilbíla sendibíla og mótorhjóla hefur verið bönnuð vissan tíma dags í nokkrum borgum á Ítalíu, þar á meðal höfuðborginni Róm. Umferð annarra mengandi farartækja hefur verið bönnuð með öllu. Loftmengunin hefur farið yfir heilsuverndarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Útlit er fyrir að ástandið lagist ekki fyrr en um helgi.

Borgaryfirvöld í Mílanó og Tórínó hafa einnig gripið til ráðstafana vegna vaxandi loftmengunar. Í Bosníu hefur komið til mótmæla vegna ástandsins. Í Tuzla í norðanverðu landinu safnaðist fólk saman í gær með öndunar- og andlitsgrímur og krafðist aðgerða til að bæta loftgæðin. Embættismenn í höfuðborginni Sarajevo voru kallaði til fundar til að ræða leiðir til úrbóta.

Ástandið í Sarajevo hefur verið sérlega slæmt síðustu daga, sömuleiðis í höfuðborgum nágrannaríkjanna Serbíu, Makedóníu og Kósovó.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi