Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Blautt og löng röð í Herjólf í alla nótt

06.08.2018 - 06:49
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Þorsteinsson - RÚV
Margir Þjóðhátíðargestir leituðu skjóls frá regninu inni í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í nótt, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Eyjum. Hvasst var í Herjólfsdal í gærkvöld þannig að tjöld fuku en í nótt lægði og engar tilkynningar bárust lögreglu tengdar veðri þótt áfram væri blautt. Herjólfur hóf að sigla klukkan tvö í nótt og síðan hefur verið löng biðröð í ferjuna – sumir eiga miða en aðrir freista þess að komast í fyrst lausu pláss upp á land, að sögn varðstjóra.

Upplýsingar um mál sem tilkynnt voru til lögreglu fást ekki fyrr en yfirlögregluþjónn mætir til starfa með morgninum.