Blásið til minningartónleika um Leonard Cohen

Mynd með færslu
 Mynd: EPA - DPA

Blásið til minningartónleika um Leonard Cohen

18.09.2017 - 09:06

Höfundar

Elvis Costello, Sting og Lana Del Rey eru meðal þeirra sem taka þátt í minningartónleikum um kanadíska tónlistarmanninn og söngvaskáldið Leonard Cohen í nóvember næstkomandi. Ár verður þá liðið frá andláti hans.

Tónleikarnir hafa fengið nafnið „Tower of Song: A Memorial Tribute To Leonard Cohen. Þeir verða haldnir í Montreal. Ágóðinn rennur til styrktar samtökum kanadískra listamanna.

Adam, sonur Leonards Cohens, skipuleggur tónleikana. Að hans sögn óskaði faðir hans eftir því að ef efnt yrði til einhvers konar viðburðar til minningar um sig færi hann fram í heimaborg hans, Montreal.

Búist er við því að Justin Truedau forsætisráðherra verði meðal tónleikagesta. Meðal annarra sem þar koma fram og fyrr var getið eru kanadíska tónlistarfólkið k.d. lang og Feist. Þar verða einnig Damien Rice, Wesley Schultz, söngvari The Lumineers, og tónskáldið Philip Glass og fleiri.