Félagar í Blaðamannafélagi Íslands kolfelldu nýgerðan kjarasamning félagsins við Samtök atvinnulífsins í atkvæðagreiðslu í dag. Rúmlega 70 prósent greiddu atkvæði gegn samningnum eða 105 af þeim 147 sem kusu í dag. Verkfallsaðgerðir hjá blaðamönnum eru því fyrirhugaðar á föstudag.