Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Bláa lónið eitt af undrum heimsins

01.02.2012 - 14:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Bláa lónið er einn af mögnuðustu stöðum veraldar að mati bandaríska tímaritsins National Geographic. Það er meðal 25 staða sem eru teknir fyrir í sérútgáfu tímaritsins um undur veraldar.

Umfjöllun blaðsins er skipt í þrjá hluta eftir því hvort staðirnir tengist lofti, láði eða legi. Meðal magnaðra staða, að mati ritstjórnar tímaritsins, má nefna Saharaeyðimörkina og norsku firðina, Baikalvatn í Rússlandi og eldfjöllin á Hawaii, norðurljósin og síðast en ekki síst Bláa lónið. Bláa lónið er sagt vera paradís jarðvarmavatns, blágræn veröld sem sé umkringd svörtu hrauni sem minni mest á tunglið.