Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Björn Bragi biðst afsökunar á hegðun sinni

30.10.2018 - 07:44
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Björn Bragi Arnarsson, spyrill í spurningakeppninni Gettu betur, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni sem náðist á myndband og hefur verið birt á samfélagsmiðlum. Björn segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hann hafi hitt stúlku seint aðfaranótt sunnudags, þau hafi átt stutt samskipti og hann hafi snert hana á ósæmilegan hátt. „Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti.“

Björn segir að það að hann hafi verið undir áhrifum áfengis sé engin afsökun. „Ég setti mig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar fyrr í kvöld. Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.“

Björn Bragi hefur um árabil verið einn vinsælasti skemmtikraftur landsins auk þess að vera spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Fram kemur á vef DV að stúlkan á myndbandinu sé 17 ára. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV