Björk var fyrst tilnefnd til BRIT-verðlauna árið 1994, þá bæði sem besti alþjóðlegi nýliðinn og besta alþjóðlega tónlistarkonan. Það ár vann hún bæði verðlaunin og var svo valin besta alþjóðlega tónlistarkonan árin 1996, 1998 og 2016. Árið 2001 hlaut hún tilnefningu fyrir bestu kvikmyndatónlistina, úr myndinni Dancer in the Dark, og árin 2002, 2006, 2008 og 2012 var hún tilnefnd sem besta alþjóðlega tónlistarkonan en vann ekki.
Björk gaf í fyrra út plötuna Utopiu sem hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda.