Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Björk tilnefnd til BRIT-verðlauna í 10. sinn

epa01195834 A picture made available on 09 December 2007 shows Icelandic singer Bjoerk perform in concert in Zapotlanejo, Jalisco state, Mexico on 08 December 2007. Bjork took part in the International Music Festival 'Sonofilia 07'. Her concert
 Mynd: EPA - EFE

Björk tilnefnd til BRIT-verðlauna í 10. sinn

16.01.2018 - 14:37

Höfundar

Björk Guðmundsdóttir er tilnefnd til bresku BRIT-tónlistarverðlaunanna í ár sem besta alþjóðlega tónlistarkonan. Þetta er í tíunda sinn sem hún er tilnefnd til BRIT-verðlauna og hún hefur unnið fimm verðlaun, síðast árið 2016. Björk er tilnefnd í flokknum ásamt Aliciu Keys, Taylor Swift, Lorde og Pink.

Björk var fyrst tilnefnd til BRIT-verðlauna árið 1994, þá bæði sem besti alþjóðlegi nýliðinn og besta alþjóðlega tónlistarkonan. Það ár vann hún bæði verðlaunin og var svo valin besta alþjóðlega tónlistarkonan árin 1996, 1998 og 2016. Árið 2001 hlaut hún tilnefningu fyrir bestu kvikmyndatónlistina, úr myndinni Dancer in the Dark, og árin 2002, 2006, 2008 og 2012 var hún tilnefnd sem besta alþjóðlega tónlistarkonan en vann ekki.

Björk gaf í fyrra út plötuna Utopiu sem hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda.

Tengdar fréttir

Mynd með færslu
Menningarefni

Björk vinnur Brit - myndskeið