Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Björk heldur tónleika í Háskólabíói í apríl

Mynd með færslu
 Mynd: Santiago Felipe - Santiago Felipe

Björk heldur tónleika í Háskólabíói í apríl

15.03.2018 - 11:14

Höfundar

Tónlistarkonan Björk heldur tónleika í Háskólabíói 12. apríl. Greint var frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Miðasala hefst á morgun.

Í viðtali við Morgunblaðið segir Björk að tónleikarnir verði eins konar generalprufa fyrir væntanlega tónleikaferð, þar sem hún fylgir eftir plötunni Utopia. 

Björk kemur þar fram ásamt sjö flautuleikurum. Heimir Sverrisson gerir leikmynd fyrir tónleikana og Margrét Bjarnadóttir sér um sviðshreyfingar. Flautuleikur er áberandi á Utopia og voru lögin útsett með allt að tólf flautum á plötunni. Björk segir í viðtalinu að það hafi reynst áskorun að fækka flautuleikurum niður í sjö, en hún hafi vlijað draga fram fleiri einleikskafla.

Takmarkaður fjöldi miða fer í sölu fyrir tónleikana 12. apríl. Miðasala hefst á tix.is klukkan 12 á morgun.

Tengdar fréttir

Tónlist

Tónleikaröð Bjarkar mest spennandi á nýju ári

Tónlist

Vængjuð Björk rís upp úr legi í nýju myndbandi

Tónlist

Myndband Bjarkar valið það besta á árinu

Popptónlist

Hefur spilað sirka 15.000 tónleika um ævina