Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Björgvin hættir sem sveitarstjóri

16.01.2015 - 22:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Björgvin G. Sigurðsson lét í dag af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps. Á vef sveitarfélagsins segir að samkomulag hafi náðst um starfslokin, Björgvin hafi fallið frá launum meðan á uppsagnarfresti stendur gegn því að láta strax af starfi. Starfslokin eru sögð sameiginleg niðurstaða.

Haft er eftir Agli Sigurðssyni, oddvita Ásahrepps, að það séu vonbrigði að samstarfið hafi ekki orðið lengra. Björgvin segist þar vera þakklátur fyrir skemmtilegan tíma.

Tilkynnt var í dag á vef Herðubreiðar að Björgvin tæki við ritstjórn vefsins ásamt Karli Th. Birgissyni.