Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar tók myndir með nætursjónauka af útkallinu í gær þegar tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað af Vatnajökli. Björgunin gekk afar vel og telur Landhelgisgæslan að það megi þakka góðum undirbúningi ferðamannanna og nætursjónaukanum.