Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Björguðu manni frá drukknun í Lágafellslaug

28.01.2019 - 23:39
Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: RÚV
Starfsfólk Lágafellslaugar í Mosfellsbæ bjargaði hálfþrítugum karlmanni frá drukknun um hálf átta leytið í kvöld.

Að sögn varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafði maðurinn verið að kafa og missti meðvitund og var nær drukknaður þegar starfsfólkinu tókst að koma honum upp á sundlaugarbakkann og endurlífgaði hann með hjartahnoði.

Sjúkrabíll var kominn á staðinn um tveimur mínútum eftir útkallið enda stutt að fara frá slökkvistöðinni í Mosfellsbæ. „Það lítur vel út með hann,“ segir varðstjóri slökkviliðsins um líðan mannsins. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV