
Bjarni kom færandi köku sem hann bakaði
Bjarni var í pallborði þar sem rædd var staða jafnréttismála og verkefnin sem eru framundan. Við erum kannski í fremstu röð í heiminum sem stendur en verkinu er ekki lokið,“ sagði Bjarni.
Bjarni vísaði til þingkosninga í haust og sagði að jafnrétti kynjanna væri enn með mikilvægustu málum í íslenskum stjórnmálum. Hann sagði frá því að á Íslandi væri kynjuð fjárlagagerð og að nýjar reglur hefðu tekið gildi um að lagasetning tæki meðal annars mið af áhrifum hennar á jafnrétti kynjanna. Þá væru stjórnvöld að vinna að lagasetningu um jafnlaunavottun hjá fyrirtækjum með fleiri en 25 starfsmenn.
„Daginn sem það vekur ekki lengur athygli að kona sé forsætisráðherra, þingforseti eða kosin forseti, þá höfum við náð árangri,“ sagði Bjarni aðspurður hvernig hann vildi að forsætisráðherratíðar sinnar yrði minns. Hann vísaði til forystuhlutverks Vigdísar Finnborgadóttur og tilveru Kvennalistans sem þáttaskila í jafnréttismálum. Bjarni sagðist vona að síðar meir yrði hans minnst fyrir að hafa lagt sitt af mörkum til að auka jafnrétti kynjanna.
Eitt af því sem vakti athygli í pallborðsumræðunum var pakki við hlið umræðustjórans. Innihald hans var kynnt þegar nokkuð var liðið á umræðurnar. „Þið sáið hér bleikar hendur. Þetta er ekki vegna þess að ég hafi verið að fjarlægja bleikt naglalakk," sagði Bjarni. „Þær eru bleikar vegna nokkurs sem ég hef gaman af og gerði í gær, það er að baka köku,“ en tók fram að hann hefði meira gaman af að skreyta kökur en baka þær. „Ég get ekki sagt að þetta sé framlag til listaviku en það er einhver sköpun í þessu.“