Bjargaði álft úr mýri

Mynd með færslu
 Mynd:

Bjargaði álft úr mýri

24.09.2013 - 16:31
Ragnar Sigurjónsson, hundafangari úr Flóahreppi, bjargaði álft úr votlendi í gærkvöldi. Fréttavefurinn dfs.is greinir frá.

Þar kemur fram að álftin hafi verið föst í mýri við Timburhólaskóg í hreppnum. Álftin var slösuð á öðrum vængnum. Ragnar náði álftinni, flutti hana inn í bíl sinn og sleppti henni í fjörunni á Stokkseyri. Í samtali við dfs segir Ragnar að álftin hafi ekki verið mikið slösuð og hann reikni með að það verði í góðu lagi með hana.