Bítlasál + Kaleo + mr. Young

Mynd með færslu
 Mynd: n/a - Óli P

Bítlasál + Kaleo + mr. Young

25.07.2016 - 10:48

Höfundar

Í Rokklandi vikunnar er ýmsu blandað saman, nýju og eldra.

Ég spila nýja músík með White Lies, Metronony og Robyn, Brook Fraser, Disclosure og Al Green, Angel Olsen, Neil Young, Peter Gabriel og Andrew Bird td.

Svo heyrum við soldið meira í Al Green – George Benson og Booker T & The MGs að spila Bítlana árið 1970, en bæði George Benson og Booker T & The MG´s gerðu sína útgáfu af Abbey Road plötu Bítlanna árið 1970 og við rifjum það upp í þættinum.

Svo rifjum við upp hvernig hljómsveitin Kaleo hljómaði í Músíktilraunum fyrir 3 árum og heyrum í þeim í std. 12 fyrir tveimur árum líka, áður en þeir fóru að hugsa til Ameríku.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á Hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti – langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi af Rokkland podcastinu gegnum I-tunes

Tengdar fréttir

Popptónlist

Konungur svölu rólegheitanna

Popptónlist

Músík-kokteill - ferskir ávextir og saltkjöt..

Popptónlist

Geislar, skin og skúrir á Sólstöðuhátíð

Popptónlist

Tilfinning og kraftur