Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Biskupsþjónustuna nær fólkinu

25.01.2012 - 17:42
Mynd með færslu
 Mynd:
Þórir Jökull Þorsteinsson, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands. Hann vill gera gömlu biskupsstólana að Skálholti og að Hólum að fullum biskupsembættum, og skera niður hjá biskupsembættinu í Reykjavík á móti.

„Mér sýnist á öllu að kirkjan hafi orðið fyrir svo miklum álitsskaða á umliðnum misserum að það þurfi að koma til leiðsögn, þurfi að koma til forysta sem sér að það er ekki annað hægt en að blása til endurnýjunar og uppbyggingar og þar verði fleira en eitt og fleira en tvennt undir,“ segir Þórir Jökull. 

„Það sem mér þykir ástæða til að taka til hendinni gagnvart, það er að færa biskupsþjónustuna nær söfnuðunum í landinu. Þess vegna hef ég sett mér það fyrir að það eigi að draga úr umsvifum biskupsembættisins í Reykjavík, sem að mínu viti er danskur arfur. Gömlu biskupsstólarnir, þar sitja vígslubiskupar núna, þessi embætti þarf að gera að fullum biskupsembættum og þar á að byggja upp sem nemur því sem skorið er niður í Reykjavík,“ segir Þórir Jökull.