Biskupskjör hafið

13.03.2012 - 16:09
Mynd með færslu
 Mynd:
Fyrstu kjósendur í biskupskjöri skiluðu atkvæði sínu á Biskupsstofu í dag, þegar kjörfundur hófst. 502 kjörmenn eru á skrá og geta þeir komið með atkvæði á Biskupsstofu eða póstlagt það.

 Frestur til að skila atkvæði eða póstleggja er til mánudagsins 19. mars og verða atkvæði talin föstudaginn 23. Fái enginn átta frambjóðenda meirihluta atkvæða verður kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá. Vígja á biskup á Jónsmessunni í sumar. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi