Birtir myndbönd af tökustað Fast 8

07.03.2016 - 19:10
Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
F Gary Gray, leikstjóri hasarmyndarinnar Fast 8, birti á Instagram-síðu sinni nokkrar velvaldar myndir frá tökustað myndarinnar við Mývatn. Þar sést glöggt hversu umfangsmiklar tökurnar eru. Það er íslenska framleiðslufyrirtækið Truenorth sem aðstoðar tökuliðið hér á landi en í dag var greint frá því að enska ofurfyrirsætan Cara Delevingne hefði bæst í leikarahópinn.

Visir.is greindi fyrst frá myndaröð F Gary Gray.

Þá hefur orðrómur verið á kreiki að Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron verði illmenni myndarinnar. Ekki er vitað hversu margar af stjörnum myndarinnar koma hingað til lands.

 

What is this we're testing on the #ice in #iceland #behindthescenes #fastandfurious8 #ff8

A video posted by F Gary Gray (@fgarygray) on

 

Scouting in #iceland was great! -3 degrees #hellacold #fastandfurious8 #ff8 #behindthescenes

A photo posted by F Gary Gray (@fgarygray) on

 

What is this we're testing on the #ice in #iceland #behindthescenes #fastandfurious8 #ff8

A video posted by F Gary Gray (@fgarygray) on

Fréttastofa greindi frá því fyrir helgi að tökuliðið hefði meðal annars fengið leyfi til sprenginga á Langavatni fyrir tökur á myndinni. Veiðimálastofnun sagði í umsögn sinni um leyfið að áhrifin af þessu væru tímabundin og staðbundin - þó væri ljóst að fiskur gæti drepist.

Í síðasta mánuði veitti svo Umhverfisstofnun leyfi fyrir því að eftirlíkingu bíls yrði sökkt í Mývatni. Þar á að setja upp sérstaka jaka úr frauðplasti en Umhverfisstofnun mun hafa sérstakt eftirlit á meðan tökum stendur.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi