Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Birgitta hætt í stjórnmálum í bili

11.11.2017 - 19:31
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Birgitta Jónsdóttir, fyrrum þingmaður Pírata, hefur sagt skilið við stjórnmálin í bili. Hún greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Hún lýsti því yfir á síðasta kjörtímabili að hún myndi ekki bjóða sig fram á því næsta.

„Kæru félagar, vinir og vandamenn. Ég hef tekið þá ákvörðun að segja skilið við stjórnmálin í bili. Ég þakka öllum sem ég hef starfað með fyrir og á meðan ég var á þingi fyrir samstarfið,“ ritaði Birgitta í dag.

Hún tók fyrst á Alþingi kjörtímabilið 2009 til 2013, þá fyrir Borgarahreyfinguna, síðar Hreyfinguna. Birgitta hefur setið á Alþingi fyrir Pírata frá árinu 2013 og gaf ekki kost á sér í alþingiskosningum 28. október síðastliðinn. Hún var um tíma þingflokksformaður hjá báðum flokkunum.