Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bílstjórinn viðurkenndi brot á innflytjendalögum

25.11.2019 - 14:44
Erlent · Asía · Bretland · Víetnam · Evrópa
epa07971394 YEARENDER 2019 OCTOBERPolice officers cordon off the area around the lorry at the scene in Waterglade Industrial Park in Grays, Essex, Britain, 23 October 2019. A total of 39 bodies were discovered inside a lorry container in the early hours of this morning, and pronounced dead at the scene.  EPA-EFE/VICKIE FLORES
Bíllinn sem fólkið fannst í. Mynd: EPA-EFE - EPA
Flutningabílstjórinn Maurice Robinson, sem ákærður var vegna dauða 39 Víetnama sem fundust látnir í bifreið á Englandi í síðasta mánuði, hefur játað sig sekan um brot á innflytjendalögum. Þetta kom fram við réttarhöld í dag.

Robinson, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp, var í dag spurður spjörum úr frá dómsal í Lundúnum í gegnum fjarfundarbúnað í Belmarsh-fangelsinu í suðurhluta borgarinnar.

Hann viðurkenndi að hafa í samstarfi við aðra tekið þátt í ólöglegum flutningum á fólki frá því í maí í fyrra og þangað til að hann var handtekinn 24. október. Hann hefði þegið greiðslur fyrir flutninginn.

Átta handteknir

Átta hafa verið handteknir í Víetnam vegna þessa máls, en lögreglan í Bretlandi leitar fleiri sem voru viðriðnir það.

Einn þeirra, Eamonn Harrison, var handtekinn á Írlandi og leiddur fyrir rétt í Dyflinni í síðustu viku. Hann er sakaður um að hafa ekið flutningabílnum til Zeebrugge í Belgíu, en þar hafi Robinson tekið við að farið með bílinn til Englands, þar sem fólkið fannst látið í bænum Grays í Essex. Yfirvöld í Bretlandi hafa óskað eftir að fá hann framseldan.

Á föstudag í liðinni viku var  maður handtekinn í Buckinghamshire sem einnig er grunaður um að vera viðriðinn fólksflutningana.