Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

„Bílstjórinn var óreyndur“

17.05.2015 - 15:10
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
„Við erum algörlega sammála borgaryfirvöldum. Það er bara ekki hægt. Inn í þessar götur eiga bílarnir alls ekkert að fara," segir Ingi Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar. Rúta frá fyrirtækinu keyrði tvisvar inn á svæði þar sem ekki er mælst til að stórar rútur aki.

Ingi segir að þetta hafi verið óreyndur bílstjóri. Hann var að aka ferðamönnum að gististað sínum. „Þetta gerist vonandi ekki aftur, alla vega ekki hjá þessum manni. Hann er óreyndur og fylgdi farastjóranum í blindni."

Hann segir að bílstjórum hafi verið lögð lína, ekki sé rétt að aka um þessar götur. Ingi sé sammála umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar um að ekki sé rétt að stórar rútur aki um götur í Þingholtunum og miðborginni.

Hann veltir þó fyrir sér hvers vegna leyfilegt sé að hafa hótel og gistiheimili á þeim götum þar sem ekki er hægt að komast að með fólk.